Frostlausir októbermánuđir

Frostlausir októbermánuđir eru ekki algengir hér á landi - óţekktir reyndar á flestum veđurstöđvum. Enginn október hefur veriđ frostlaus á öllum veđurstöđvum í byggđ. Líkur á slíku eru reyndar minni á síđari árum heldur en áđur var vegna fjölgunar veđurstöđva.

Ţegar ţetta er skrifađ (18. október) er taliđ ólíklegt ađ núverandi októbermánuđur nái ađ bćtast í hóp ţeirra frostlausu á mörgum stöđvum - ţrátt fyrir mjög góđan gang fram ađ ţessu og áfram nćstu daga. - En hlýindin eru sćmilegt tilefni til ađ rifja upp frostleysur.

Í viđhenginu er listi sem sýnir á hvađa stöđvum og í hvađa októbermánuđum hefur veriđ frostlaust. Ţar má sjá ađ október í fyrra (2015) var frostlaus á 10 stöđvum. Einnig var víđa frostlaust í október 2010. Október 1975 og 1976 voru einnig óvenjulegir hvađ ţetta varđar. 

Síđast var frostlaust allan október í Reykjavík 1939, en október 1915 var frostlaus á Vífilsstöđum (ţar var lágmarkshiti mćldur) og líkur eru á ađ einnig hafi veriđ frostlaust niđri í bćnum (ţar mćldist aldrei frost í mánuđinum). Lágmarksmćlingar voru einnig gerđar á 9. áratug 19. aldar og ţá var október 1882 frostlaus í Reykjavík (ţá voru hins vegar tvćr frostnćtur í september).

Á hinum endanum - ţess má geta ađ áriđ 1981 voru frostmćtur í Reykjavík í október 25 - og 26 voru ţćr í október 1835.  


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Seint haust

Veturinn lćtur enn á sér standa (18. október) og ritstjóri hungurdiska situr uppi međ ýmsar spurningar í ţví sambandi. Erfitt er ađ svara ţeim sumum - en ţađ má eitthvađ reyna. 

Ţađ eru ađeins tveir dagar síđan fyrsta frost haustsins mćldist á Akureyri. Lágmarksmćlingar hafa veriđ gerđar ţar síđan 1938 og var frostlausa skeiđiđ nú međ allra lengsta móti, 158 dagar, og vantađi ađeins 1 dag upp á ađ jafna metiđ, sem er frá 1972. Áriđ 1939 var lengdin 157 dagar. 

Enn hefur ekki mćlst frost í haust í Reykjavík og hefur ekki mćlst síđan 30. apríl. Frostlaust hefur ţví veriđ í 171 dag samfellt. Langt er ţó í metiđ frá 1939, en ţá var frostlaust í Reykjavík í samfellt 201 dag, frysti ekki fyrr en 10. nóvember. Ţađ lengdarmet verđur varla slegiđ nú - ţví frostlaust yrđi ađ vera allt til 17. nóvember (sem er nánast útilokađ). Samfelldar lágmarksmćlingar í Reykjavík ná aftur til 1920 - fyrir ţann tíma eru ţćr gloppóttar. Ţó var hámark og lágmark mćlt 1830 og var frostlaust í 188 daga samfellt. 

Fáein ár önnur eru enn rétt fyrir ofan okkur í frostleysulengd - og vel möguleiki á ađ ná ţeim sumum. Tölurnar eru ţessar: 1974 (172 dagar), 1959 (174), 2014 (175), 1846 (175) og 2010 (177). Ekki var lesiđ af lágmarksmćli í Reykjavík 1915 - en ekkert frost var ţá á athugunartíma í 204 daga. Ţađ er afskaplega ólíklegt ađ lágmarksmćlir hefđi aldrei sýnt frost í apríl og maí ţađ ár - en vel mögulegt ađ frostlaust hafi veriđ í bćđi september og október. 

Nú í haust hafa fjölmargar veđurstöđvar veriđ alveg frostlausar til ţessa - og frost hafa veriđ fátíđari en oftast er á ţeim stöđvum ţar sem frost hefur mćlst. 

Í haust hafa frostnćtur veriđ langflestar á Dyngjujökli, 75 frá 1. ágúst - enda stöđin hátt á jökli. Nćstoftast hefur veriđ frost í Sandbúđum, 23 sinnum á sama tíma - ţađ mun nćrri meti í fátćkt. Mesta frost sem mćlst hefur til ţessa í haust í Sandbúđum er -3,3 stig og hefur aldrei veriđ svo lítiđ á sama tíma árs. - Ţetta sama á viđ um fjölda stöđva - 

Lćgsta lágmark haustsins til ţessa í Reykjavík er +1,2 stig (mćlt 30. september), viđ ţurfum ađ fara allt aftur til 1959 til ađ finna hćrri (lágmarks-) tölu en nú +1,5 stig - sem ţá mćldust reyndar 6. september. 

Í sérstökum pistli verđur rifjađ upp hversu oft októbermánuđur allur hefur veriđ alveg frostlaus á íslenskum veđurstöđvum. 


Bloggfćrslur 18. október 2016

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 258
  • Sl. sólarhring: 305
  • Sl. viku: 1832
  • Frá upphafi: 2350459

Annađ

  • Innlit í dag: 184
  • Innlit sl. viku: 1633
  • Gestir í dag: 174
  • IP-tölur í dag: 174

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband