Veturinn - hvar er hann?

Veturinn er svosem mćttur á völlinn, en virđist samt ćtla ađ forđast okkur um sinn (séu spár réttar). 

w-blogg151016a

Háloftaspá evrópureiknimiđstöđvarinnar sem gildir síđdegis á sunnudag (16. október) sýnir stöđuna vel. Enn er mikill hćđarhryggur fyrir austan land og beinir hann til okkar suđlćgum áttum. Á kortinu er Ísland ţó ekki í gula sumarlitnum eins og oftlega undanfarna daga - en svo virđist sem hann nái jafnvel til okkar enn og aftur ţegar háloftavindröstin sem nú ćđir um Norđur-Ameríku ţvera grípur í leifar fellibylsins Nikkólínu. 

Nikkólína er óvenju stór um sig af fellibyljaleifum ađ vera - alveg á viđ litla bylgju í vestanvindabeltinu. Ekki er nú víst ađ hringrás hennar komist alla leiđ hingađ - en hins vegar er gefiđ í skyn ađ hlýindin geri ţađ - og ţá međ viđeigandi úrkomugusu. 

En veturinn hefur lagst nokkuđ rćkilega yfir norđanverđa Asíu - meginkuldapollur ţeirrar heimsálfu, sá sem viđ höfum óformlega kallađ Síberíu-Blesa, er orđinn ađ efnilegum fola. Kanadíski kuldapollurinn „okkar“, Stóri-Boli er enn öflugri ţessa dagana - og ygglir sig ađ venju vestan Grćnlands og blćs kulda úr nösum. 

Viđ sjáum ađ hlýindin í Alaska virđast vera ađ gefa sig - tími til kominn segja heimamenn - órólegir yfir afbrigđileika haustsins ţar um slóđir. 

En austan Grćnlands virđist litiđ lát á hlýindum.

w-blogg151016b

Ţetta kort sýnir međalhćđ 500 hPa-flatarins nćstu tíu daga (heildregnar línur) - ađ mati evrópureiknimiđstöđvarinnar, međalţykktina (daufar strikalínur) og ţykktarvik sem sýnd eru međ litum. Ţeir sem stćkka kortiđ munu sjá ađ vikiđ austan Grćnlands er nćrri ţví 190 metrar - hiti í neđri hluta veđrahvolfs hátt í 10 stig ofan međallags októbermánađar. Viđ Ísland er vikiđ um 70 til 100 metrar, ţriggja til fimm stiga jákvćtt hitavik. 

Kalt er aftur á móti vestan Grćnlands, ţar má sjá svćđi ţar sem neikvćtt vik er meira en -100 metrar - um fimm stig. Frekar svalt fer yfir sunnanverđum Bretlandseyjum - en ekki ţó kaldara en oft gengur og gerist ţar um slóđir. 

Jú, veturinn er ţarna í alvörunni - hann gćti rétt eins ráđist á okkur međ litlum fyrirvara rétt eins og hann virđist vera gera í Alaska - en sýnist samt ćtla ađ láta ţađ vera enn um stund. Viđ skulum bara ţakka fyrir ţađ, eigum hlýjan október alla vega inni - ţeir hafa veriđ sárasjaldgćfir síđustu áratugina. 


Bloggfćrslur 15. október 2016

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 55
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 1679
  • Frá upphafi: 2349639

Annađ

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 1521
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband