Fjórðihlýjastur - á landsvísu

Nýliðinn febrúar reyndist sá fjórðihlýjasti sem vitað er um á landsvísu. Ritstjóra hungurdiska reiknast til að hann hafi verið 2,5 stig og er það 2,2 stigum ofan meðallags síðustu tíu febrúarmánaða. Talsvert hlýrra var á landsvísu í febrúar 1932 (4,0 stig), en lítillega hlýrra 2013 (2,7 stig) og 1965 (2,6 stig). Næstur fyrir neðan er febrúar 1929 með 2,2 stig og 2012 með 2,1 stig.

Landsmeðalhiti í febrúar 1823 til 2017 

Hér þykjumst við sjá allt aftur til 1823 (en mjög ógreinilega lengra en til 1874). Allt er svona sígandi upp á við en gríðarmiklar sveiflur þó frá ári til árs. Febrúarmánuðir áranna 1921 til 1932 aðallega áberandi hlýir - og hlýir mánuðir hafa einnig verið algengir eftir 2002 - og engin kaldur síðan þá. 

En við sjáum að hlýindi í einum febrúar gefa engin loforð um ástandið árið eftir. Lítum t.d. á febrúarmánuði áranna 1925 til 1939.

Landsmeðalhiti í febrúar 1925 til 1939

Fremur hlýtt var í febrúarmánuðum áranna 1926 til 1930, en síðan datt hitinn 1931 - niður í -4 stig - árið eftir 1932 var hann +4 stig og svo langt í -4 árið eftir, 1933. Átta stiga sveifla. Kaldast varð svo í febrúar 1935, rétt tæp -5 stig, það kaldasta frá 1892. Jú - kaldir mánuðir geta vel skotist inn í bestu og vænstu hlýskeið. 

Febrúar 2018? 


« Fyrri síða

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 397
  • Sl. viku: 1581
  • Frá upphafi: 2350208

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1454
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband